Home Fréttir Í fréttum Nýir eigendur taka við rekstri Blikkrásar

Nýir eigendur taka við rekstri Blikkrásar

171
0
Blikkrás ehf. var stofnað á Akureyri 1986 og er í eigu Odds Helga Halldórssonar og fjölskyldu hans. Mynd: Akureyri.net

Hjónin Oddur Helgi Halldórsson og Margrét Harpa Þorsteinsdóttir hafa selt Blikkrás ehf. Kaupendur eru Ottó Biering og fjölskylda.

<>

Jóhannes Valgeirsson, fyrrum knattspyrnudómari með meiru, tók við starfi framkvæmdastjóra núna um áramótin, en hann kom til starfa hjá Blikkrás fyrir ári síðan sem rekstrarstjóri eftir fjögurra ára starf hjá PCC BakkiSilicon á Húsavík.

Jóhannes segir sjálfur frá þessu í stuttum pistli á Facebook þar sem hann segir það afar spennandi verkefni að spreyta sig á með góðum hópi starfsmanna.

Blikkrás ehf. hóf starfsemi 2. janúar 1986, einkahlutafélag sem verið hefur í eigu Odds Helga og fjöldkyldu hans. Starfssvið fyrirtækisins er blikksmíðavinna, svo sem við loftræstikerfi, klæðningar og almenn blikksmíði.

Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum um allt land, en með höfuðvígi á Akureyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru 15.

Heimild: Akureyri.net