Home Fréttir Í fréttum Virði Landssímareitsins eykst um sex milljarða

Virði Landssímareitsins eykst um sex milljarða

152
0

Verðmæti fasteignanna á Landssímareitnum við Austurvöll verður 10,5 milljarðar króna þegar framkvæmdum við nýtt lúxushótel Icelandair þar lýkur árið 2018. Byggingarnar, þar á meðal gamla Landssímahúsið, eru nú metnar á alls 4,5 milljarða króna en ekki liggur fyrir mat á heildarkostnaði verkefnisins.

<>

Fullfjármagnað

Húsin og lóðirnar á reitnum eru í eigu einkahlutafélagsins Lindarvatn. Icelandair Group keypti helming í félaginu í ágúst í fyrra af Dalsnesi ehf. sem er alfarið í eigu Ólafs Björnssonar, eiganda matvöruheildverslunarinnar Inness. Dalsnes, sem keypti Landssímareitinn af hæstaréttarlögmanninum Pétri Þór Sigurðssyni í desember 2014.

Heimild: Dv.is