Home Fréttir Í fréttum Staðsetning við Keflavík talin best

Staðsetning við Keflavík talin best

214
0
Í skýrslunni segir að stærð og staðsetning við Keflavík sé betri kostur. Kort/mbl.is

Um­hverf­isáhrif fyr­ir­hugaðrar möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg Cement Pozzol­anic Mater­ials ehf. (HPM) á iðnaðarsvæði vest­an Þor­láks­hafn­ar eru met­in allt frá því að verða veru­lega já­kvæð yfir í tals­vert nei­kvæð í ít­ar­legri um­hverf­is­mats­skýrslu sem Mann­vit vann fyr­ir Heidel­berg og lögð hef­ur verið fram til kynn­ing­ar og um­sagna.

<>

Frá því að upp­haf­leg­ar áætlan­ir voru kynnt­ar hef­ur sú breyt­ing orðið varðandi staðsetn­ingu verk­smiðjunn­ar að fyr­ir­tækið ger­ir nú ráð fyr­ir að aðal­val­kost­ur fyr­ir staðsetn­ingu henn­ar verði sunn­an við bæ­inn á iðnaðarsvæði við Kefla­vík.

Það er nokkru vest­an við íbúðabyggðina í Þor­láks­höfn, en er talið henta vel und­ir fyr­ir­hugaða starf­semi af þessu tagi.

Lóðin við Skötu­bót ná­lægt hafn­ar­svæði Þor­láks­hafn­ar sem hef­ur verið val­kost­ur eitt er nú tal­in vera of lít­il fyr­ir þessa starf­semi og er mun nær íbúðabyggð. Staðsetn­ing verk­smiðjunn­ar þar hefði t.a.m. þýtt að breyta þyrfti nú­ver­andi höfn tölu­vert.

Í skýrsl­unni seg­ir að stærð og staðsetn­ing við Kefla­vík sé betri kost­ur. „Svæðið er skil­greint sem iðnaðar/​at­hafn­ar­svæði í skipu­lagi og gert er ráð fyr­ir starf­semi af þessu tagi á svæðinu. Nægt rými er fyr­ir starf­sem­ina og þar af leiðandi hægt að hafa bygg­ing­ar lægri með minni ásýndaráhrif­um.

Mögu­legt er að byggja nýja höfn við lóðina og setlón sem ger­ir aðkomu skipa með efni úr sjó fýsi­lega. Lóðin ligg­ur upp að lóðum þar sem land­eldi verður starf­rækt,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is