Home Fréttir Í fréttum Breytingar á viðmiðum fyrir hlutdeildarlán

Breytingar á viðmiðum fyrir hlutdeildarlán

157
0
Uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir tekjumarka vegna hlutdeildarlána fyrir árið 2024 hafa verið gefnar út. mbl.is/Ásdís

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra hef­ur gefið út upp­færðar viðmiðun­ar­fjár­hæðir tekju­marka vegna hlut­deild­ar­lána fyr­ir árið 2024.

<>

Tekju­mörk­in eru vegna hlut­deild­ar­lána sem Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un veit­ir þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem ekki hafa átt íbúðar­hús­næði síðastliðin fimm ár og eru und­ir til­tekn­um tekju­mörk­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Frá og með 1. janú­ar 2024 eru upp­reiknuð tekju­mörk þeirra sem sótt geta um hlut­deild­ar­lán eft­ir­far­andi:

Fyr­ir allt að 20% hlut­deild­ar­lán:

  • Há­marks­tekj­ur ein­stak­lings eru kr. 9.465.000,- fyr­ir sl. 12 mánuði.
  • Há­marks­tekj­ur hjóna/​sam­býl­is­fólks eru kr. 13.221.000,- fyr­ir sl. 12 mánuði.
  • Viðbót vegna hvers barns/​ung­menn­is sem er und­ir 20 ára aldri er kr. 1.953.000,-.

Fyr­ir allt að 30% hlut­deild­ar­lán:

  • Há­marks­tekj­ur ein­stak­lings eru kr. 6.283.000,- fyr­ir sl. 12 mánuði.
  • Há­marks­tekj­ur hjóna/​sam­býl­is­fólks eru kr. 8.789.000,- fyr­ir sl. 12 mánuði.
  • Viðbót vegna hvers barns/​ung­menn­is sem er und­ir 20 ára aldri er kr. 1.953.000

Heimild: Mbl.is