Home Fréttir Í fréttum Húsnæði Reykjalundar í óvissu

Húsnæði Reykjalundar í óvissu

60
0
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins en nú hefur hluta hennar verið lokað vegna bágs ástands húsnæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í fram­haldi af út­tekt verk­fræðistofu á ástandi end­ur­hæf­ing­ar­stöðvar­inn­ar Reykjalund­ar var hluta hús­næðis­ins lokað vegna bágs ástands bygg­ing­anna í byrj­un þessa mánaðar en Reykjalund­ur er stærsta end­ur­hæf­ing­ar­stofn­un lands­ins.

<>

Þetta kem­ur fram í aðsendri grein þeirra Önnu Stef­áns­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns Reykjalund­ar, og Pét­urs Magnús­son­ar for­stjóra í Morg­un­blaðinu í dag.

Grun­ur uppi um nokkra hríð
Dag hvern njóta um 130 mannsþjón­ustu Reykjalund­ar og um 1.300 manns hljóta þar end­ur­hæf­ing­armeðferð á hverju ári, flest­ir þeirra í fjór­ar til sex vik­ur í senn.

Hef­ur starfs­fólk Reykjalund­ar um nokkra hríð grunað að hluti hús­næðis­ins sé ófull­nægj­andi, hvort tveggja til að veita sjúk­linga­hópn­um heil­brigðisþjón­ustu og þjóna sem vinnuaðstaða starfs­fólks­ins.

Hef­ur stjórn SÍBS, sem á hús­næði Reykjalund­ar, verið meðvituð um ástandið og hófst út­tekt á því í sum­ar.

Heimild: Mbl.is