Skemmdir í nýrri viðgerð nærri Svartsengi.
Landrissins í Svartsengi gætir á Grindavíkurvegi. Þar hafa sprungur myndast og breikkað nokkuð frá í gær.

Sprungur hafa myndast nær Grindavík en áður en auk þess eru farnar að myndast sprungur á þeim stað sem búið var að gera við nærri þeim stað þar sem landrisið á sér nú stað.

Eftirlitsmaður Vegagerðarinnar segist finna talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær, miðvikudag.

Ekki er þörf á að loka veginum en Vegagerðin fylgist grannt með þróun mála í góðri samvinnu við lögreglu og Almannavarnir.
Heimild: Vegagerdin.is