Home Fréttir Í fréttum EFLA gefur út nýtt þrívíddarmódel af Grindavík og hrauninu

EFLA gefur út nýtt þrívíddarmódel af Grindavík og hrauninu

148
0
Skjáskot af þrívíddarlíkandi Eflu af Grindavík. EFLA

Myndmælingateymi EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík og hrauninu sem rann úr Sundhnúkagígum. Módelin hefur verið gert opinbert fyrir alla á vefsíðu fyrirtækisins.

<>

Módelið var upphaflega unnið fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands og verður það notað við mat á skemmdum á húsum og mannvirkjum eftir jarðhræringarnar á Reykjanesi.

Hægt er að skoða módelið á vefsíðu EFLU hér.

Flogið var um 60 sinnum yfir Grindavík til að ná nákvæmri mynd af ástandi bæjarins. Bærinn var myndaður úr 200 metra hæð og voru einnig sprungusvæði nærri bænum mynduð.

Á vef Eflu kemur einnig fram að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til að hitamynda bæinn til að finna skemmdir í heitavatnslögnum en það reyndist ekki hægt. Aðstæður til þess séu háðar margs konar skilyrðum og reyndust ekki fyrir hendi.

Þrátt fyrir að upphaflega hafi módelið aðeins verið unnið fyrir Náttúruhamfaratryggingu var ákveðið að gera það aðgengilegt fyrir íbúa og aðra hagaðila.

Efla hefur einnig gert þrívíddarmódel af hrauninu sem rann úr Sundhnúksgígum í síðasta eldgosi. Hægt er að skoða það hér.

Heimild: Ruv.is