Home Fréttir Í fréttum Vilja breyta þekktu götuhorni

Vilja breyta þekktu götuhorni

115
0
Svona lítur horn Laugavegs og Skólavörðustígs út í dag. Götuhorn sem allir þekkja. mbl.is/sisi

Sr(r)int Studio ehf. fyr­ir hönd Hauks Geirs Garðars­son­ar, eig­anda Lauga­vegs 2, ósk­ar eft­ir af­stöðu skipu­lags­yf­ir­valda í Reykja­vík til þess að heim­ila breyt­ingu á deili­skipu­lagi Lauga­vegs- og Skóla­vörðustígs­reita. Nái þessi áform fram að ganga verður mik­il breyt­ing á ásýnd eins fjöl­farn­asta og þekkt­asta götu­horns höfuðborg­ar­inn­ar.

<>

Mark­mið deili­skipu­lags­breyt­ing­ar væri að reisa bygg­ingu sem trapp­ast frá brunagafli á Skóla­vörðustíg niður að Lauga­vegi, fell­ur vel að nú­ver­andi byggð og full­klár­ar sam­skeyti Skóla­vörðustígs og Lauga­vegs, seg­ir í bréfi Sp(r)int til borg­ar­inn­ar.

Eig­andi Lauga­vegs 2 hafi lengi viljað fara í þess­ar breyt­ing­ar enda sé ásýnd brunagafls­ins og úti­svæðið þar í kring í sorg­legu ástandi.

Með til­komu nýrr­ar end­ur­hönn­un­ar á göngu­götu Skóla­vörðustígs gef­ist tæki­færi til að hanna og þróa með Reykja­vík­ur­borg nýtt spenn­andi rými ná­tengt al­menn­ings­rým­um og göngu­göt­um á ein­um fjöl­farn­asta stað Reykja­vík­ur.

Þannig sjá arki­tekt­arn­ir fyr­ir sér að götu­hornið líti út með nýrri bak­bygg­ingu á reitn­um. Tölvu­mynd/​SP(R)INT

„Slík nálg­un er til að stuðla að bættu aðgengi og sjálf­bær­um lífs­stíl inn­an bæj­ar­hlut­ans ásamt því að bjóða upp á fjöl­breytta afþrey­ingu fyr­ir íbúa hverf­is­ins og fegr­un um­hverf­is­ins,“ seg­ir m.a. í bréf­inu.

Mark­mið deili­skipu­lags­breyt­ing­ar væri einnig að fá heim­ild til að auka bygg­ing­ar­magn á lóðinni frá 513 fer­metr­um í 600 sem felst í því að byggja við brunagafl­inn á Skóla­vörðustíg í sömu hæð og ná­granna­bygg­ing sem og bæta við inn­dregna auka­hæð við Lauga­veg miðað við nú­ver­andi deili­skipu­lag.

Í dag er Lauga­veg­ur 2 tvö hús, timb­ur­húsið á horn­inu (reist 1887) og stein­steypt viðbygg­ing að aust­an­verðu (reist 1916) á tveim­ur hæðum og 60 fer­metr­ar að stærð.

Stein­steypt viðbygg­ing­in á lóðinni sé illa far­in og kom­in til ára sinna og tími kom­inn á um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur og fram­kvæmd­ir ef eign­in á að henta fyr­ir íbúðar­hús­næði, versl­un eða skrif­stof­ur sam­kvæmt nú­tíma kröf­um og reglu­gerðum.

Slík­ar end­ur­bæt­ur yrðu bæði flókn­ar og kostnaðarsam­ar og sé því mik­il­vægt með framtíðar ný­bygg­ingu á lóðinni að hún falli vel inn í það um­hverfi og byggðamynst­ur sem er til staðar ásamt því að stuðla að betri nýt­ingu lands.

Timb­ur­húsið á Lauga­vegi 2 var friðað af mennta­málaráðherra 8. des­em­ber 2003 sam­kvæmt 1. mgr. 3. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/​2001, og ekki er mein­ing­in að hrófla við því held­ur halda því vel við en það var allt málað fyr­ir skömmu.

Nú­gild­andi deili­skipu­lag (frá 2002) seg­ir að fjar­lægja megi stein­steypta viðbygg­ingu við Lauga­veg 2 og byggja tveggja hæða bygg­ingu með risi og kjall­ara og byggja út lóðina í suður.

Hafa ber í huga að stein­steypta húsið er í dag yfir 100 ára gam­alt en í lé­legu ástandi og með aðgeng­is­vanda­mál.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 21. des­em­ber.

Heimild: Mbl.is