Home Fréttir Í fréttum Kraft­lagnir ruddu Lands­lögnum úr topp­sætinu

Kraft­lagnir ruddu Lands­lögnum úr topp­sætinu

373
0

Kraftlagnir var stærsta pípulagningarfélag landsins á síðasta ári, með tæplega 1,2 milljarða veltu og jókst veltan um 89 milljónir frá fyrra ári.

<>

Félagið tók fram úr Landslögnum sem var stærsta félagið í umræddum geira í fyrra með 1,1 milljarða veltu. Velta Landslagna nam rúmlega einum milljarði króna í fyrra og dróst saman um 71 milljón frá árinu 2021.

Umrædd félög eru þau einu sem veltu yfir einum milljarði króna árið 2022. Topplagnir og S.Ó.S. Lagnir komust næst því að rjúfa eins milljarðs múrinn, en bæði félög veltu vel yfir 800 milljónum króna á síðasta ári.

Samanlögð velta pípulagningafélaganna nam hátt í átta milljörðum króna árið 2022 en til samanburðar veltu þau nærri 7,5 milljörðum árið áður.

Öll félögin skiluðu nokkuð myndarlegum hagnaði á síðasta ári. Þegar horft er aftur til ársins 2019 hafa raunar nærri öll félögin skilað hagnaði á hverju ári til ársins 2022. Eina undantekningin er árið 2021 hjá Lagnaþjónustunni sem skilaði 45 milljóna tapi það árið.

Heimild: Vb.is