Home Fréttir Í fréttum Hvammsvirkjun skrefinu nær því að verða að veruleika

Hvammsvirkjun skrefinu nær því að verða að veruleika

55
0
Þjórsá í Þjórsárdal, þar sem fyrirhugað uppistöðulón fyrir Hvammsvirkjun verður. – Guðmundur Bergkvist

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að áform um Hvammsvirkjun verði lögð fram til kynningar. Virkjunin er þar með skrefinu nær því að verða að veruleika.

<>

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að veita heimild um breytingu á vatnshlotinu Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 MW Hvammsvirkjun.

„Þetta þýðir í rauninni það að við höfum sett út í auglýsingu áform um heimild til þess að fara í framkvæmd við Hvammsvirkjun í Þjórsá, út frá lögum um stjórn vatnamála,“ segir Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Umhverfisstofnun.

Í sumar felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvörðun Orkustofnunar um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi.

Í kjölfarið sendi Landsvirkjun umsókn um heimild til breytingar á vatnshloti til Umhverfisstofnunar.

„Og til að geta veitt heimildina þá þarf að fara í gegnum nokkur atriði. Eitt af því er að athuga hvort gripið hafið verið til allra þeirra mótvægisaðgerða sem hægt er að grípa til, til þess að lágmarka neikvæð áhrif af framkvæmdinni. Og við teljum að þau skilyrði þau séu uppfyllt.“

Framkvæmdir gætu hafist næsta vor
Athugasemdafrestur við áformin er til og með 17. janúar og ákvörðunin mun liggja fyrir nokkuð snemma á næsta ári. Eftir það getur Orkustofnun gefið út nýtt virkjanaleyfi.

„Við munum vera búin að taka ákvörðun í þessu máli bara nokkuð fljótlega eftir að við erum búin að vinna úr þessum athugasemdum,“ segir Aðalbjörg.

Heimild: Ruv.is