Home Fréttir Í fréttum Ný Kringla er langt á eftir áætlun

Ný Kringla er langt á eftir áætlun

214
0
Kringlusvæðið. mbl.is/RAX

Sam­kvæmt fyrri áform­um ætti upp­bygg­ing hundraða íbúða við Kringl­una að vera langt kom­in. Sam­hliða hafa verið kynnt áform um að setja Miklu­braut í stokk og þétta byggð norðan við Kringl­una.

<>

Til­efni þess að þetta er rifjað upp er að fé­lagið Kringlureit­ur hef­ur fyr­ir hönd Reita und­ir­ritað sam­komu­lag við dönsku arki­tekta­stof­una Henn­ing Lar­sen og THG arki­tekta um þróun á fyrsta áfanga Kringlu­svæðis­ins. Fjallað var um sam­komu­lagið í Morg­un­blaðinu í fyrra­dag en skipu­lags­svæðið er sýnt á graf­inu hér til hliðar. Reit­ir eiga svæðið en þar er m.a. gamla Morg­un­blaðshúsið.

Kort/​mbl.is

Hinn 12. des­em­ber 2013 birt­ist viðtal í Morg­un­blaðinu við Guðjón Auðuns­son for­stjóra Reita en þar sagði að fast­eigna­fé­lagið und­ir­byggi stækk­un Kringl­unn­ar til vest­urs inn­an nokk­urra ára. Jafn­framt viðraði Guðjón hug­mynd­ir um að hafa enda­stöð lest­ar­sam­gangna frá Kefla­vík­ur­flug­velli við Kringl­una.

Hinn 31. mars 2016 var aft­ur rætt við Guðjón í Morg­un­blaðinu og upp­lýsti hann þá að Reit­ir áformuðu að byggja allt að 100 þúsund fer­metra af at­vinnu- og íbúðar­hús­næði við Kringl­una. Hug­mynd­in væri að bæta við versl­un­um og skrif­stof­um, byggja nýtt hót­el og reisa allt að 250 íbúðir við Kringl­una.

Kort/​mbl.is

Íbúðum fjölgað
Hinn 5. ág­úst 2017 var aft­ur fjallað um áformin í Morg­un­blaðinu:„Mun fleiri íbúðir verða byggðar við Kringl­una í Reykja­vík en boðað var. Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi átti að byggja þar 150-180 íbúðir en nú er miðað við 400-600 íbúðir. Nýja hverfið gæti því rúmað 1.200 íbúa.

Breyt­ing­in er hluti af nýju borg­ar­skipu­lagi. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins úr borg­ar­kerf­inu á að þétta byggðina kerf­is­bundið meðfram fyr­ir­hugaðri borg­ar­línu.

Við Kringl­una verður biðstöð fyr­ir borg­ar­lín­una og mögu­lega flug­lest,“ sagði þar. Rætt var við Friðjón Sig­urðar­son, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs hjá Reit­um, sem taldi raun­hæft að ljúka skipu­lags­vinnu árið eft­ir, þ.e. 2018, og hefja fram­kvæmd­ir inn­an 2-3 ára.

Yrði í áföng­um
Síðar sama ár, 9. nóv­em­ber 2017, var aft­ur rætt við Friðjón í Morg­un­blaðinu. Sagði hann mögu­legt að nýtt Kringlu­svæði yrði full­byggt 2025. Síðan sagði orðrétt: „Greint var frá því í Ráðhús­inu síðdeg­is í gær að Kanon arki­tekt­ar urðu hlut­skarp­ast­ir í hug­mynda­sam­keppni Reykja­vík­ur­borg­ar og Reita sem unn­in var í sam­starfi með Arki­tekta­fé­lagi Íslands.

Friðjón seg­ir Reiti munu rýna til­lög­una og máta hana við framtíðar­sýn fé­lags­ins og Kringl­unn­ar varðandi heild­ar­upp­bygg­ingu á svæðinu,“ sagði í frétt­inni. Friðjón reiknaði með að upp­bygg­ing­in yrði í áföng­um og hæf­ist jafn­vel þegar árið 2020. Von­ir væru bundn­ar við að svæðið yrði full­byggt 2025.

Út frá stokka­lausn
Hinn 30. októ­ber 2018 var aft­ur rætt við Friðjón í Morg­un­blaðinu. Sagði hann þá vera miðað við 160 þúsund fer­metra af nýju hús­næði, þar með talið 850 íbúðir. Til sam­an­b­urðar var rætt um 500-600 íbúðir um haustið árið áður.

„Þá kem­ur fram sú hug­mynd að setja Miklu­braut í stokk. Það breyt­ir for­send­um verk­efn­is­ins. Borg­ar­lín­an hef­ur jafn­framt færst nær veru­leika en þegar lagt var af stað í þetta verk­efni,“ sagði Friðjón í sam­tali við blaðið en vinna við nýtt aðal­skipu­lag var þá í gangi. Einnig var rætt við Guðjón for­stjóra Reita sem taldi raun­hæft að upp­bygg­ingu á svæðinu yrði lokið árið 2030.

Reynd­ist tíma­frek­ari
Loks sagði í Morg­un­blaðinu 15. janú­ar 2020 að skipu­lags­vinna vegna upp­bygg­ing­ar um þúsund íbúða á Kringlu­svæðinu hefði reynst tíma­frek­ari en áætlað var. Upp­bygg­ing­in hæf­ist að óbreyttu 12-18 mánuðum síðar en áður var áætlað. Taldi Guðjón raun­hæft að fram­kvæmd­ir gætu haf­ist 2022.

Guðjón sagði skipu­lags­mál­in hafa taf­ist um að minnsta kosti 12 mánuði miðað við fyrri áætlan­ir. Reit­ir hefðu „haft vænt­ing­ar um að skipu­lags­vinn­an yrði sett í for­gang í ljósi umræðu borg­ar­yf­ir­valda um að setja Miklu­braut í stokk og þétta byggð“.

Nú er árið 2024 að renna upp og fram­kvæmd­ir eru ekki hafn­ar. Þá verður verk­efnið áfanga­skipt og alls óvíst hvenær fram­kvæmd­ir við Miklu­braut­ar­stokk hefjast. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Betri sam­göng­um er nú rætt um að Sæ­braut­ar­stokk­ur muni hafa for­gang á Miklu­braut­ar­stokk.

Heimild: Mbl.is