Í október voru opnuð tilboð í innri frágang á nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Í verkið bárust 5 tilboð og átti E. Sigurðsson hagstæðasta tilboðið, 1.342 milljónir króna, sem var 20 % yfir kostnaðaráætlun.
Þessi aðili hefur nýlega lokið við sömu verkþætti í nýja leikskólanum við Asparskóga (Garðasel).
Eftir yfirferð tilboða og upplýsinga frá verktakanum, var tilboð þeirra samþykkt og verksamningur undirritaður 8. desember.
Dagsetningar á skilum verksins eru þær að neðri hæð (búningsklefar) skal vera tilbúin 30. janúar 2025 og efri hæðir 30. maí 2025.
Aðalhönnuður hússins er Gunnar Borgarson hjá ASK arkitektum og verkfræðihönnun er unnin af Mannvit verkfræðistofu.
Þessa dagana er verktakinn Flotgólf ehf. að ljúka sínu verki, sem er uppsteypa og allur ytri frágangur hússins.
Í sumar hefst frágangur lóðar og bygging tengigangs, sem verður lokið við sumarið 2025.
Heimild: Akranes.is