Home Fréttir Í fréttum 70 íbúðir fyrir Grindvíkinga tilbúnar fyrir jól

70 íbúðir fyrir Grindvíkinga tilbúnar fyrir jól

112
0
Mynd: Ruv.is

Sjötíu íbúðir fyrir Grindvíkinga verða komnar í notkun í þessari viku og níu fyrir áramót. Forsætisráðherra segir brýnt að framlengja tímabundinn húsnæðisstuðning íbúa Grindavíkur fram á vor. Húsnæðismál valdi mestum áhyggjum hjá íbúum.

<>

Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar í gær vegna eldgossins við Sundhnúksgíga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál hvíla hvað þyngst á íbúum Grindavíkur. Um 1100 fjölskyldum þarf að koma í öruggt skjól.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja allan stuðning fram á vor, ekki síst í skólamálum. Nánast allir grunnskólanemendur séu sestir á skólabekk og klári skólaárið á þeim stöðum sem fengist hafi pláss í skóla. Þá sé unnið að viðbótarúrræðum fyrir leikskólabörn.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að endurskoða þurfi rýmingaráætlanir þar sem gosið hófst með mjög skömmum fyrirvara. Hann brýnir fyrir fólki að virða lokanir og ekki hætta sér að gosstöðvunum.

Heimild: Ruv.is