Home Fréttir Í fréttum Langur listi áhugasamra kaupenda

Langur listi áhugasamra kaupenda

249
0
Framkvæmdir ganga vel í Gróttubyggð á Seltjarnarnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Fyr­ir­hugað er að fyrstu íbúðirn­ar í nýju hverfi, Gróttu­byggð á Seltjarn­ar­nesi, fari í sölu fljót­lega eft­ir ára­mót. Mik­ill áhugi er á íbúðum í hverf­inu að sögn verk­tak­ans.

<>

„Þetta er nokk­urn veg­inn eft­ir áætl­un, merki­legt nokk. Við byrj­um að selja í janú­ar eða fe­brú­ar og af­hend­um fyrstu íbúðirn­ar seinnipart næsta sum­ars,“ seg­ir Gylfi Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Já­verks.

Eft­ir­sótt svæði til bú­setu
Í Gróttu­byggð er ráðgert að um 170 íbúðaein­ing­ar verði alls og þar muni um 500 manns búa. Já­verk bygg­ir hluta hverf­is­ins og í þess­um fyrsta áfanga eru tvö fjöl­býl­is­hús með 24-26 íbúðum og þrjú fjór­býl­is­hús. Fjöl­býl­is­hús­in eru neðst í hverf­inu og blasa við þegar keyrt er áleiðis að hinu vin­sæla úti­vist­ar­svæði við Gróttu.

Gylfi seg­ist sjá fyr­ir sér að Já­verk byggi sín hús í þess­um hluta hverf­is­ins í þrem­ur áföng­um. Ekki liggi end­an­lega fyr­ir hversu mikið verði byggt í næsta áfanga en þau hús verða ofar í hverf­inu.

Ekki er enn komið að því að rífa iðnaðar­hús­næði sem enn stend­ur á mörk­um hinn­ar nýju Gróttu­byggðar. „Við erum ekki al­veg bún­ir að fast­setja hversu stór næsti áfangi verður en þar verða minni hús en við erum að byggja nú,“ seg­ir Gylfi.

Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu og kveðst Gylfi ekki hafa farið var­hluta af því. „Hann er auðvitað skrít­inn þessi hús­næðismarkaður en ég hef aldrei séð lengri lista yfir áhuga­sama en um þetta hverfi. Enda er þetta frá­bær staður, eitt af síðustu óbyggðu svæðunum á Seltjarn­ar­nesi, sem er mjög eft­ir­sótt til bú­setu.“

Heimild: Mbl.is