Home Fréttir Í fréttum Íbúðir koma í stað steypustöðvar á Ártúnshöfða

Íbúðir koma í stað steypustöðvar á Ártúnshöfða

377
0
Samkomulag undirritað. Gunnar Valur Gíslason, Dagur B. Eggertsson,, Pétur Guðmundsson og Ólafur Sveinsson. Fyrir aftan standa Ívar Örn Ívarsson, Hrefna Þórsdóttir, Stefán Árni Auðólfsson og Guðrún Pétursdóttir.

Í gær  var skrifað undir samkomulag vegna þróunar íbúðar- og atvinnusvæðis á núverandi athafnasvæði Steypustöðvarinnar að Malarhöfða 10 á Ártúnshöfða.

<>

Lóðin er rúmlega 52.000 fermetrar og gefur samkomulagið heimild til að byggja íbúðarhúsnæði auk þjónustu- og atvinnuhúsnæðis sem og gerð nýrra gatna.

Borgarráð samþykkti í gær samkomulag við Steypustöðina ehf., Tak-Malbik ehf. og Stórhöfða 34 ehf., vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á lóðinni Malarhöfði 10 á Ártúnshöfða.

Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg átt í viðræðum við lóðarhafann Tak-Malbik og Steypustöðina um Steypustöðvarinnar á Ártúnshöfða til að ná fram áformum Aðalskipulags Reykjavíkur til 2040 um að breyta Ártúnshöfða úr atvinnu- og iðnaðarsvæði í blómlega íbúðabyggð. Tak-Malbik ehf. er dótturfélag fasteignafélagsins Íþöku ehf.

Við nýjan rafmagnssteypubíl.
Ólafur Sveinsson stjórnarmaður í Steypustöðinni , Gunnar Valur Gíslason framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Pétursdóttir stjórnarmaður í Steypustöðinni og Pétur Guðmundsson stjórnarformaður Tak-Malbik.

Lóðarhafar og borgin standa sameiginlega að uppbyggingu innviða
Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á þessum reit líkt og öðrum á Ártúnshöfðanum verði allt að 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Félagsbústaðir hafa kauprétt á allt að 5% íbúðum á umsömdu föstu verði.

Bygging íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla. Ráðist verður í þær framkvæmdir í tengslum við og samhliða uppbyggingu íbúða í hverfinu.

Í nýrri byggð á Ártúnshöfða verður einnig veitt sérstöku fé til listskreytinga í almenningsrýmum utan lóða eða á húsum á svæðinu. Lóðarhafar í öllu hverfinu munu sameiginlega leggja til 300 millj.kr. og borgin leggur til jafn háa upphæð.

Steypustöðin flytur
Samkvæmt samkomulaginu veitir Reykjavíkurborg Steypustöðinni ehf. lóðarvilyrði fyrir um 70.000 – 100.000 fermetra lóð á Esjumelum/Álfsnesi, þangað sem áætlað er að starfsemi fyrirtækisins flytji.

Gert er ráð fyrir að Steypustöðin ehf. hefji flutning á starfsemi fyrirtækisins af lóðinni Malarhöfða 10 eigi síðar en í febrúar 2028 og að flutningi verði lokið fyrir árslok árið 2030.

Heimild: Reykjavik.is