Home Fréttir Í fréttum Brunarústir loks fjarlægðar

Brunarústir loks fjarlægðar

186
0
Grettisgata 87. Svona hefur verið umhorfs við götuna síðustu sjö árin. Það er lítil prýði að brunarústunum á lóðinni. mbl.is/sisi

Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að hefja und­ir­bún­ing að bygg­ingu íbúðar­hús­næðis á lóðinni Grett­is­götu 87. Þetta kem­ur fram í um­sögn skrif­stofu stjórn­sýslu og gæða hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

<>

Á lóðinni var áður bíla­verk­stæðið Bíl­rúðan, sem varð eldi að bráð hinn 7. mars 2016. Bruna­rúst­ir hafa staðið þar síðan eða í rúm sjö ár og verið sann­kallað lýti á um­hverf­inu.

Lög­fræðistof­an Lands­lög leitaði til um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs með bréfi í síðasta mánuði fyr­ir hönd eig­anda Grett­is­götu 87, sem er fé­lagið Mel­holt ehf.

Í bréf­inu er rakið hvað gerst hafði í mál­inu frá því húsið brann og er þar margt fróðlegt að finna.

Strax hinn 30. maí 2016 funduðu eig­end­ur með starfs­mönn­um bygg­inga­full­trúa um end­urupp­bygg­ingu húss­ins. Feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að heim­ilt væri að end­ur­byggja húsið í sömu mynd og ekki þyrfti um­fjöll­un skipu­lags­yf­ir­valda vegna þess.

Heimild: Mbl.is