Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samningur vegna Grófarhúss undirritaður

Samningur vegna Grófarhúss undirritaður

221
0
Frá undirritun samningsins. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Samn­ing­ur um að ljúka hönn­un­ar­ferl­inu að breyttu Gróf­ar­húsi var und­ir­ritaður í dag.

<>

Teymi frá JVST arki­tekt­um, Insi­de Outsi­de, Hanr­ath Architect, Krea­tíva teikni­stofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verk­fræðistofu varð hlut­skarp­ast í hönn­un­ar­sam­keppni Reykja­vík­ur­borg­ar og Arki­tekta­fé­lags Íslands. Úrslit­in voru til­kynnt í nóv­em­ber í fyrra.

Ja­ak­ko van ‘t Spijker skrifaði und­ir ráðgjaf­ar­samn­ing­inn fyr­ir hönd hönn­un­art­eym­is­ins og ber vinn­ingstil­lag­an heitið Vita­veg­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fyr­ir hönd Reykja­vík­ur­borg­ar skrifuðu und­ir Ólöf Örvars­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, sviðsstjóri menn­ing­ar- og íþrótta­sviðs og Dag­ur B. Eggerts­son  borg­ar­stjóri sem hélt jafn­framt ræðu og fagnaði þess­um áfanga.

„Mark­miðið með end­ur­bót­un­um er að upp­fylla sem best þær kröf­ur sem eru gerðar til nú­tíma bóka­safna sem hýsa fjöl­breytta þjón­ustu og dag­skrá fyr­ir íbúa og aðra.

Borg­ar­stjóri hef­ur lagt áherslu á að með breyt­ing­un­um fái Gróf­ar­hús nýtt líf, sem opin og skemmti­leg bygg­ing, lif­andi sam­fé­lags- og menn­inga­hús í takt við vel heppnuð dæmi hjá ná­granna- og vinaþjóðum okk­ar.

Í ræðu sinni í dag tók borg­ar­stjóri sér­stak­lega fram hversu vænt hon­um þyki um bóka­safnið og er hann spennt­ur fyr­ir hönn­un­ar­ferl­inu sem framund­an er,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is