Home Fréttir Í fréttum Allir í lyftunni létust

Allir í lyftunni létust

158
0
Slysarannsóknarnefndarmenn á vettvangi slyssins í Sundbyberg þar sem lyfta féll 20 metra í gær og allir innanborðs létust. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

All­ir fimm menn­irn­ir sem stadd­ir voru í lyftu, sem féll 20 metra í Sund­by­berg í Svíþjóð í gær, eru látn­ir.

<>

Frá þessu grein­ir sænska rík­is­út­varpið SVT og enn frem­ur því að haf­in sé rann­sókn á því hvort lög um aðbúnað á vinnu­stöðum hafi verið brot­in og sak­næm hátt­semi hafi leitt til slyss­ins.

Al­var­legt at­vik og hlé á öll­um fram­kvæmd­um

„Þetta er al­var­legt at­vik sem við höf­um til rann­sókn­ar, fimm manns hafa verið úr­sk­urðaðir látn­ir,“ seg­ir Gunn­ar Jonas­son, sak­sókn­ari við Um­hverf­is- og vinnu­um­hverf­is­stofn­un Svíþjóðar, Rik­sen­heten för miljö- och abetsmilj­ömål, í frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir hann nú unnið að því að bera kennsl á hina látnu auk þess að hafa sam­band við aðstand­end­ur þeirra. Slys­a­rann­sókn­ar­nefnd sé nú við rann­sókn á vett­vangi.

Verktak­inn, sem ann­ast fram­kvæmd­ir á bygg­ing­ar­svæðinu í Sund­by­berg, hef­ur til­kynnt slysið til sænsku vinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar og liggja all­ar fram­kvæmd­ir á svæðinu nú niðri uns annað verður ákveðið.

SVT

Heimild: Mbl.is