Home Fréttir Í fréttum 200 nýjar íbúðir á næstu tíu árum í Mýrdalshreppi

200 nýjar íbúðir á næstu tíu árum í Mýrdalshreppi

97
0
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps við undirritun samningsins.

Undirritaður hefur verið samningur milli Mýrdalshrepps, innviðaráðuneytis og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Mýrdalshreppi á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæma íbúða og félagslegs húsnæðis.

<>

„Samkomulagið markar tímamót fyrir Mýrdalshrepp og styður við markmið sveitarfélagsins um heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir ört fjölgandi hóp íbúa. Mýrdalshreppur verður annað sveitarfélagið á landinu til þess að marka skýra stefnu um aukið framboð íbúðarhúsnæðis á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga.

Aukið framboð íbúða er lykilatriði í því að styðja við sjálfbæra byggðaþróun og samvinna ríkis og sveitarfélagsins er mikilvægur liður í áframhaldandi uppbyggingaráformum Mýrdalshrepps,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.

Samningurinn byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga þar sem sameinast var um sýn og stefnu í húsnæðismálum til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf. Meginmarkmið rammasamningsins eru þau að byggðar verði um 35 þúsund íbúðir á 10 árum og um 4 þúsund íbúðir á ári á fyrri hluta samningstímans.

Í samningnum við Mýrdalshrepp kemur fram það markmið að byggðar verði 200 nýjar íbúðir á næstu 10 árum með áherslu á kröftuga uppbygginu á fyrri hluta tímabils. Stefnt verði að því að byggja allt að 94 íbúðir á ári á næstu fimm árum og er það tvöföldun miðað við það sem fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þær íbúðir sem þarna falla undir eru íbúðir byggðar á grundvelli stofnframlaga, húsnæði fyrir stúdenta, tiltekna hópa eldri borgara og öryrkja sem og íbúðir sem byggðar eru fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og falla undir hlutdeildarlán.

Heimild: Sunnlenska.is