Home Fréttir Í fréttum Snjóflóðavarnagarðarnir á Seyðisfirði á undan áætlun

Snjóflóðavarnagarðarnir á Seyðisfirði á undan áætlun

84
0
Mynd: Austurfrett.is

Vinnu við snjóflóðavarnagarðana á Seyðisfirði er lokið þetta haustið en erfitt er að vinna í þeim eftir að veturinn er skollinn á af fullum þunga. Gott tíðarfar hefur þó gert það að verkum að verkið er á undan áætlun.

<>

„Við gengum frá svæðinu og lokuðum því í fyrradag. Það á ekki að vera nein umferð um það vegna fallhættu og annars slíks,“ segir Benedikt Ólason, verkstjóri hjá Héraðsverki sem annast framkvæmdirnar.

Gott tíðarfar allt frá upphafi verksins þýðir að vinnan er á undan áætlun. Benedikt vill ekki gefa upp hversu mikið enda þarf ekki nema eina slæma rigningartíð til að éta upp góðan árangur. Búið er að setja upp um 4.500 fermetra eða um þriðjung af þeim grindum sem halda uppi varnargörðunum.

„Veturinn í fyrra var flottur. Sumarið núna er eitt það besta til jarðvinnu í áratugi því það var þurrt og hlýtt. Haustið er síðan búið að vera gott,“ segir hann.

Þetta þýðir þó ekki að vinna við verkið liggi alveg niðri í vetur. „Við erum nýbyrjaðir á fimm keilum ofan við nýja húsbílastæðið. Við stefnum á að vinna í þeim í vetur ef hann verður ekki þeim mun harðari.“

Heimild: Austurfrett.is