Parki var með tvöfalt meiri tekjur en sú gólfefnabúið sem næsthæstu tekjurnar hafði í fyrra.
Bitter sem er eigandi að Parka var með 3,3 milljarða króna í tekjur á síðasta ári og var það meira en tvöfalt meiri tekjur en hjá næststærstu gólfefnabúðinni, Birgisson en tekjur þess námu 1,6 milljörðum króna.
Á síðustu árum hefur Parki verið áberandi tekjuhæsta fyrirtækið hjá gólfefnabúðum en þetta er einnig það fyrirtæki sem hefur aukið tekjur sínar hlutfallslega mest á síðustu árum. Frá árinu 2019 til 2022 jukust tekjur þess um 2/3 sem er nánast tvöfalt meiri tekjuvöxtur en hjá næsta fyrirtæki á eftir.
Heimild: Vb.is