Home Fréttir Í fréttum Mygla í húsnæði almannavarna

Mygla í húsnæði almannavarna

49
0
Starfstöðvar almannavarna, slökkviliðs, Landsbjargar, Landhelgisgæslunnar o.fl. eru í Skógarhlíð 10. mbl.is/Kristinn Magnússon

Al­manna­varn­ir munu þurfa að færa starfstöðvar sín­ar annað eft­ir að mygla fannst fund­ar­her­bergi sam­hæf­ing­ar­stöðvar al­manna­varna að Skóga­hlíð.

<>

Rým­inu hef­ur verið lokað. Þetta staðfest­ir Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is.

Sjá­an­leg­ur leki var í út­vegg hús­næðis­ins og hef­ur mygl­an einnig áhrif á aðra starf­semi í hús­inu.

„Þetta þýðir nátt­úru­lega það að við þurf­um að fara að finna hús­næði,“ seg­ir Hjör­dís í sam­tali við mbl.is.

„Auðvitað vilj­um við ekki að fólk sé þarna niðri. Þannig við höf­um bara ákveðið að fólk verði bara eins lítið og hægt er þarna á meðan við erum að finna út úr þessu nýja hús­næði.“

Marg­ir veik­ir und­an­farna daga
Hjör­dís bend­ir á að í raun þurfi að finna tíma­bundið rými fyr­ir alla starf­semi al­manna­varna, vegna þess að starf­semi al­manna­varna hang­ir mikið sam­an við sam­hæf­ing­ar­stöðina.

Hún staðfest­ir að mikið af veik­ind­um hafa verið hjá starfs­fólki sam­hæf­ing­ar­stöðvar­inn­ar und­an­farna daga sem leiddi til þess að sýni hafi verið tekið.

„Við erum búin að vera mikið í sam­hæf­ing­ar­stöðinni und­an­farn­ar vik­ur – óvenju­mikið kannski,“ seg­ir hún.

Hjör­dís á ein­um af upp­lýs­inga­fund­um al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð í nóv­em­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fleiri finna fyr­ir áhrif­um mygl­unn­ar
Land­helg­is­gæsl­an, slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu og slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg eru einnig til húsa að Skóg­ar­hlíð 14.

Hjör­dís seg­ir að mygl­an hafi einnig áhrif á aðra starf­semi í hús­næðinu. Það sé „sam­eig­in­legt verk­efni þess­ara aðila“ að finna lausn á mál­un­um, þó enn sé ekki komið á hreint hverj­ir munu þurfa að færa sig um hús­næði.

Hún seg­ir að mygl­an, sem fannst í suðaust­an­verðum út­vegg hús­næðis­ins, hafi mest áhrif á al­manna­varn­ir.

„Ef eitt­hvað kæmi upp á í dag þá er hún [sam­hæf­ing­ar­stöðin] enn not­hæf,“ seg­ir Hjör­dís að lok­um.

Heimild: Mbl.is