Home Fréttir Í fréttum 604 milljóna hagnaður Mannvits

604 milljóna hagnaður Mannvits

113
0
Örn Guðmundsson er forstjóri Mannvits.

Á aðalfundi lagði stjórn Mannvits til að 600 milljónir króna yrðu greiddar út í arð til hluthafa árið 2023.

<>

Mannvits-samstæðan, sem samanstendur af verkfræðistofunni Mannviti og dótturfélögum hennar hér á landi sem og erlendis, hagnaðist um 604 milljónir króna á síðasta ári.

Hagnaðurinn jókst um 117 milljónir frá fyrra ári, eða 24%. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5,8 milljörðum króna og jukust um 15%.

Rekstrargjöld námu tæplega 5,1 milljarði og jukust um 604 milljónir. Munaði þar mest um að laun og launatengd gjöld jukust um 352 milljónir milli ára. Ársverk voru 256 í fyrra en voru 239 árið 2021.

Á aðalfundi lagði stjórn Mannvits til að 600 milljónir króna yrðu greiddar út í arð til hluthafa árið 2023 vegna síðasta rekstrarárs. Í fyrra voru greiddar 350 milljónir króna til hluthafa.

Í ársbyrjun voru hluthafar 51 en í maí var greint frá því að alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI hafi gengið frá kaupum á Mannviti.

Sem hluti af samrunaferlinu mun Mannvit verða samþætt rekstrareining innan COWI Group og kemur til með að breyta nafni fyrirtækisins í COWI og starfa að fullu undir merkjum þess frá og með ársbyrjun 2024.

Heimild: Vb.is