Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desember.
Af því tilefni buðu ábúendur í Miðskógi, Reykjagarður og SS til veislu 24. nóvember síðastliðinn. Boðið var upp á veitingar og gafst gestum færi á að kynna sér byggingarnar og væntanlega starfsemi.
Húsið rúmar þrettán þúsund kjúklinga og má gera ráð fyrir að ársframleiðslan nemi hundrað og áttatíu þúsund tonnum.

Byggingin er úr steinsteyptum einingum frá BM Vallá með þak og burðarvirki frá Límtré-Vírneti.
Fóður-,vatns-, og loftræstikerfi eru frá Líflandi. Ábúendur í Miðskógi og Reykjagarði ætla að skoða forsendur þess að byggja annað samskonar hús og hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis.
Heimild: Bbl.is