Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Tilboði Óskataks tekið

Tilboði Óskataks tekið

537
0
Svona sjá arkitektar fyrir sér að nýja byggingin muni líta út Teikning/Office Nordic

Fé­lagið Nýr Land­spít­ali ohf. hef­ur tekið til­boði Óska­taks í jarð- og lagna­vinnu vegna ný­bygg­ing­ar við Grens­ás­deild Land­spít­ala. Kostnaðaráætl­un er upp á tæp­lega 122 millj­ón­ir króna.

<>

Óska­tak ehf. var lægst­bjóðandi en til­boð fyr­ir­tæk­is­ins hljóðaði upp á 114,3 millj­ón­ir króna. Það sam­svar­ar 93,7% af kostnaðaráætl­un vegna verk­efn­is­ins.

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala, seg­ir til­boðinu hafa verið tekið enda sé það metið hag­stæðast fyr­ir kaup­anda sam­kvæmt val­for­send­um útboðslýs­ing­ar. Því sé kom­inn á bind­andi samn­ing­ur milli aðila.

Gunn­ar seg­ir áformað að jarðvinna geti haf­ist í mánuðinum. Síðan verði upp­steypa boðin út í fe­brú­ar, þegar jarðvinn­an verði langt kom­in, og svo verði byrjað að steypa upp í upp­hafi sum­ars.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Heimild: Mbl.is