Verkefnastjórn rammaáætlunar hefur kynnt drög að tillögum um mat og flokkun á fimm virkjunarkostum. Þeir eru Héraðsvötn, Skrokkölduvirkjun, Kjalölduveita, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.
Rifjað er upp í Samráðsgáttinni að við afgreiðslu á 3. áfanga rammaáætlunar hafi Alþingi gert breytingar á tillögu um röðun nokkurra virkjunarkosta og óskað eftir að tiltekin atriði í mati verkefnisstjórnar yrðu skoðuð nánar.
„Breytingar Alþingis voru að færa virkjunarkostina Héraðsvötn og Kjalöldu úr verndarflokki í biðflokk og Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun úr nýtingarflokki í biðflokk,“ segir þar orðrétt.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is