Home Í fréttum Niðurstöður útboða Jarðtækni og JJ pípulagnir buðu lægst í Vesturbyggð

Jarðtækni og JJ pípulagnir buðu lægst í Vesturbyggð

415
0
Þéttbýlið á Borg. Vesturbyggðarhverfið verður byggt efst á myndinni. Ljósmynd/gogg.is

Jarðtækni ehf. og JJ pípulagnir ehf. áttu lægsta tilboðið í jarðvinnu í 1. áfanga Vesturbyggðar, nýs íbúðahverfis á Borg í Grímsnesi.

<>

Tilboð félaganna hljóðaði upp á 185,8 milljónir króna og var 80% af áætluðum verktakakostnaði sem Efla vann fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 231,8 milljónir króna.

Fimm önnur tilboð bárust í verkið; Borgarverk ehf bauð 219,2 milljónir króna, Auðverk ehf 249 milljónir, Suðurtak ehf 209,9 milljónir, Aðalleið ehf 224 milljónir og Smávélar ehf og Gröfuþjónustan Hvolsvelli ehf buðu 226,9 milljónir króna.

Verkið felur í sér gerð á nýjum götum; hluta af stofngötu við Miðtún og tvo botnlanga út frá henni, Borgartún og Lækjartún, auk göngustíga samsíða götum.

Einnig skal leggja fráveitu og vatnsveitu að fyrirhugaðri hreinsistöð og leggja frá-, vatns- og hitaveitu meðfram Skólabraut að tengipunktum við núverandi kerfi.

Verktakinn skal einnig leggja veitulagnir, reisa ljósastaura og umferðarmerki og mála vegmerkingar.

Verkinu á að vera lokið þann 1. september 2024.

Heimild: Sunnlenska.is