Home Fréttir Í fréttum Kapphlaup stendur við tímann um að klára Notre-Dame

Kapphlaup stendur við tímann um að klára Notre-Dame

107
0
Allt kapp er lagt á að ljúka endurbyggingu Notre-Dame fyrir 8. desember 2024. EPA – EPA-EFE

Borgaryfirvöld í París hafa fulla trú á að þeim hundruðum sem starfa við endurreisn Notre-Dame takist að klára fyrir setningu Ólympíuleikanna á næsta ári. Eitt og annað hefur þó tafið verið og heilmikið ógert. Turnspíran er farin að taka á sig mynd.

<>

Þau hundruð manna sem vinna af kappi við endurbyggingu Frúarkirkjunnar í París þurfa að halda vel á spöðunum en aðeins eitt ár er til stefnu svo halda megi áætlun um að opna hana almenningi.

Miðaldadómkirkjan Notre-Dame er á heimsminjaskrá UNESCO og skemmdist verulega í eldi um miðjan apríl 2019. Fram að því sóttu um tólf milljónir manna hvaðanæva að úr heiminum kirkjuna heim árlega.

Nokkur snuðra hefur hlaupið á þráð viðgerðarfólksins sem tafið hefur viðgerðina meira en góðu hófi gegnir, mengun af bráðnu blýi úr þakinu, illviðri og kórónuveirufaraldur. Þrátt fyrir það er 96 metra há turnspíra kirkjunnar tekin að teygja sig til himna.

Dómkirkjan í öllu sínu veldi fyrir brunann.
EPA – EPA-EFE

Turnspíran verður nákvæmlega eins og sú sem arkítektinn Eugene Viollet-Le-Duc hannaði á 19. öld. Vonir standa enn til að öllu verði lokið áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París 8. desember á næsta ári.

Til þess að svo megi verða vinna hundruð verkamanna í kappi við tímann og borgaryfirvöld hafa fulla trú á þeim. Allt er enn á áætlun að sögn Phillipe Jost, embættismannsins sem hefur yfirumsjón með verkinu.

Gömul ljósmynd sem sýnir Notre-Dame frá óvenjulegu sjónarhorni.
Stocksnap.io

Jost segir þó hvern einasta dag skipta máli og að ekkert megi fara úrskeiðis. Kirkjuskipið og kór kirkjunnar eyðilögðust í eldinum og enn er talsverðu ólokið áður en endurbygging þaksins hefst.

Jost tók við umsjón verkefnisins eftir að forveri hans, Jean-Louis Georgelin herforingi á eftirlaunum, fórst í fjallgönguslysi í ágúst. Þrír rannsóknardómarar rannsaka enn af kappi hvað kunni að hafa valdið brunanum. Í upphafi var talið að rafmagnsbilun eða glóð frá sígarettu mætti kenna um.

Þegar þakið verður risið taka við þrif á öllum 42 þúsund fermetrunum og nýjum húsgögnum verður komið fyrir næsta haust. Jost segir verkið algerlega fjármagnað með framlögum Frakka og fólks víðs vegar að úr heiminum. Alls hefur borist jafnvirði tæpra 119 milljarða króna til verksins.

Hér má sjá eldinn leika um þak Notre-Dame í apríl 2019.
EPA – EPA-EFE

Eigendur fjölskyldurekins trésmíðaverkstæðis í þorpinu Hagetmau, suðvestanvert í Frakklandi, eru einkar stoltir af sínu framlagi. Fyrirtækið verður sextugt á næsta ári og fékk það vandasama verkefni að smíða 1.500 kirkjustóla fyrir Notre-Dame.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét umsvifalaust og búið varð slökkva síðustu glæðurnar í apríl 2019 að Notre-Dame skyldi öðlast fyrri glæsileik innan fimm ára. Það er að segja áður en Olympíuleikarnir verða settir. Borgin hélt leikana árið 1900 og 1924.

Heimild: Ruv.is