Home Fréttir Í fréttum Auglýst eftir leigueignum fyrir Grindvíkinga

Auglýst eftir leigueignum fyrir Grindvíkinga

81
0
Mörg hús í Grindavík eru illa farin eftir jarðhræringarnar. – Vilhelm Gunnarsson

Upplýsingum um íbúðir fyrir Grindvíkinga verður safnað á sérstakan vef og þær auglýstar á leigutorgi. Þetta er meðal úrræða hins opinbera fyrir bæjarbúa sem þurftu að yfirgefa heimili sín fyrir tæpum mánuði. Óvíst er hvenær óhætt er að snúa aftur.

<>

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir auglýsir eftir fasteignum til tímabundinnar leigu fyrir Grindvíkinga á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum.

Þetta er sagt hluti af húsnæðisstuðningi við bæjarbúa og er unnið í samráði við Grindavíkurbæ, fjármála- og efnahagsráðuneytið, forsætisráðuneytið og innviðaráðuneytið.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að eignirnar þurfi að vera lausar til leigu í minnst þrjá mánuði og tilbúnar til notkunar hið fyrsta. Upplýsingum um eignir verður safnað á sérstakan vef og þær auglýstar á leigutorgi.

Torgið er eingöngu ætlað fólki sem á lögheimili í Grindavík en leigusamningar verða gerðir án aðkomu hins opinbera.

Í seinustu viku kom fram að ekki er talið öruggt að snúa aftur til Grindavíkur fyrr en landrisi linnir undir Svartsengi og í kringum kvikuganginn sem meðal annars liggur undir bænum.

Heimild: Ruv.is