Home Fréttir Í fréttum Starfandi í byggingariðnaði 2022

Starfandi í byggingariðnaði 2022

218
0
Mynd:HMS.is

Alls störfuðu 15.900 einstaklingar í byggingarstarfsemi sem aðalstarf á síðasta ári samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.

<>

Þar af störfuðu 8.200 einstaklingar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu í byggingarstarfsemi og 7.700 einstaklingar sem búsettir eru utan höfuð-borgarsvæðis.

Þetta er mesti fjöldi starfandi í byggingarstarfsemi síðan árið 2008 en þá voru starfandi í atvinnugreininni 17.600 einstaklingar en fækkaði stórlega árin eftir.

Mynd 1: Fjöldi starfandi í byggingarstarfsemi eftir búsetu 2001 – 2022

Alls störfuðu á íslenskum vinnumarkaði 7,6% í byggingarstarfsemi á síðasta ári. Af þeim sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðis eru 10% starfandi í byggingarstarfsemi og 6,2% sem eru búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Hlutfall þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi og eru búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur farið hækkandi undanfarin ár en hefur verið í nokkru jafnvægi á höfuðborgarsvæðinu.

Mynd 2. Hlutfall starfandi á vinnumarkaði í byggingarstarfsemi.

Hlutfall starfandi í byggingarstarfsemi hefur verið að aukast síðastliðinn áratug en hefur ekki náð þeim hæðum sem var árin fyrir efnahagshrunið 2008 en þá náði fjöldi starfandi 17.600 talsins og hlutfallið á vinnumarkaðnum var þá 11,9% en dróst verulega saman árin eftir.

Fjöldi starfandi í aðalstarfi jókst um 6,9% milli áranna 2021 og 2022 og er þetta skarpasta fjölgun starfandi í byggingarstarfsemi á síðastliðnum tuttugu árum.

Mynd 3: Hlutfallegar breytingar á starfandi í byggingarastarfsemi milli ára frá 2002.

Heimild:HMS.is / Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands