Home Fréttir Í fréttum 10-20 hús ónýt og skoðun enn í gangi

10-20 hús ónýt og skoðun enn í gangi

109
0
10-20 hús þykja óíbúðarhæf eftir jarðhræringarnar í Grindavík. Skoðun stendur enn yfir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­kvæmt mati burðarþols­sér­fræðinga sem nú eru að að störf­um í Grinda­vík fyr­ir hönd Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands (NTÍ) eru 10-20 hús þegar met­in óíbúðar­hæf.

<>

Ein­göngu er um að ræða hús sem eru við stærsta sprungu­svæðið sem ligg­ur í gegn­um bæ­inn. Í heild eru 7-8 sprungu­svæði sem verk­fræðing­ar á veg­um Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar eiga eft­ir skoða áður en frumskoðun lýk­ur.

„Það er ekki kom­in end­an­leg tala (á óíbúðar­hæf hús) en það eru mats­menn að störf­um í dag og verða á morg­un. Eft­ir morg­undag­inn verðum við með betri mynd á því hvað þetta eru mörg hús í heild,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands. Að sögn henn­ar eru hús­in met­in óíbúðar­hæf þegar veru­leg­ar skemmd­ir hafa orðið á burðar­virki hús­anna.

Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, for­stjóri Nátt­úr­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

Bruna­bóta­mat for­senda bóta
Sam­kvæmt regl­um NTÍ er bruna­bóta­mat for­senda tjóna­bóta. Í þessu sam­hengi má þó benda á að Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un upp­færði ný­lega fast­eigna­mat í takt við markaðsvirði fast­eigna og er bruna­bóta­mat því mun nærri markaðsvirði en fyr­ir ári síðan.

„Vík­ur­hóp og Vík­ur­braut eru þar sem flest (óíbúðar­hæf) hús standa við,“ seg­ir Hulda. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) stend­ur fast­eigna­mat árið 2024 fyr­ir 79 fast­eign­ir á Vík­ur­braut í um 2 millj­örðum króna sam­tals. Hins veg­ar stend­ur bruna­bóta­mat nærri 2,5 millj­örðum króna.

Að sögn henn­ar eru mörg dæmi þess að ónýt hús standi við hlið húsa sem staðið hafa jarðhrær­ing­arn­ar af sér.​​​ Verk­fræðing­ar leggja áherslu á að skoða mest skemmdu hús­in fyrst.

Tryggvi Már Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­sviðs HMS. mbl.is/​Eyþór

Sendu áskor­an­ir á fólk
Að sögn Tryggva Más Ingvars­son­ar, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­sviðs, yf­ir­fóru starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar bruna­bóta­mat húsa í Grinda­vík þegar jarðhrær­ing­ar hóf­ust. Að sögn hans voru um 50 hús sem náðist að end­ur­meta áður en neyðarstigi var lýst yfir.

„Við send­um áskor­an­ir á fólk um að senda okk­ur upp­lýs­ing­ar um hús­in sín þegar okk­ur fannst ein­hver dæmi sem stungu í stúf. Til að mynda þegar okk­ur fannst bruna­bóta­matið ekki end­ur­spegla bygg­ing­ar­kostnað,“ seg­ir Tryggvi.

Heimild: Mbl.is