Home Fréttir Í fréttum 30.11.2023 Leigufélagið Bríet: Húsnæði fyrir Grindvíkinga

30.11.2023 Leigufélagið Bríet: Húsnæði fyrir Grindvíkinga

323
0
Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Við leitum að húsnæði fyrir Grindvíkinga

<>

Leigufélagið Bríet auglýsir eftir nýjum íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga sem þurfa á húsnæði að halda.

Leigufélagið Bríet, sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu HMS og aðildarsveitarfélaga, sem er rekið án hagnaðarsjónamiða, auglýsir eftir nýjum íbúðum án skuldbindingar um kaup.

Fyrirhugað er að kaupa nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum fyrir Grindvíkinga sem þurfa á leiguhúsnæði að halda.

Eigendur íbúða sem óska eftir að selja þær Bríeti eru beðnir um að afhenda tilboð í lokuðu umslagi á skrifstofu Lagastoðar, Lágmúla 7, 108 Reykjavík eða á netfangið tilbod@lagastod.is í síðasta lagi fimmtudaginn 30. nóvember 2023 fyrir kl. 12:00.

Auglýst: 28.11.2023 kl. 11:59
Skilafrestur 30.11.2023 kl. 12:00
Opnun tilboða: 30.11.2023 kl. 12:00

Allar nánari upplýsingar eru að finna hér í viðauka:

tilbodsblad-vegna-ibuda

Húsnæði fyrir Grindvíkinga

Um er að ræða markaðskönnun og kaup því ekki skuldbindandi.