Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús rís á lóð bensínstöðvar

Íbúðarhús rís á lóð bensínstöðvar

129
0
Húsið mun setja mikinn svip á lóðina á horni Egilsgötu og Snorrabrautar. Tölvuteikning/Tendra arkitektúr

Á fund­um um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs og borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur ný­lega var samþykkt að aug­lýsa til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Heilsu­vernd­ar­reits vegna lóðar­inn­ar núm­er 5 við Eg­ils­götu.

<>

Í breyt­ing­unni felst að heim­ilt verði að reisa þriggja til fimm hæða hús á horni Snorra­braut­ar og Eg­ils­götu, með versl­un­ar-/þ​jón­ustu­hús­næði á götu­hæð næst Snorra­braut og allt að 48 íbúðum á efri hæðum.

Aðgengi að dval­ar­svæði verður frá Eg­ils­götu og heim­ild er fyr­ir þaksvöl­um og bíla­kjall­ara.

Bens­ín­stöð og önn­ur mann­virki víkja. Hægra meg­in má sjá nýja húsið Snorra­braut 62. mbl.is/​sisi

Mann­virki verða fjar­lægð
Á lóðinni er nú sjálfsaf­greiðslu­stöð Olís með fjór­um eldsneyt­is­dæl­um, reist 1998. Yfir þeim er 140 fer­metra skyggni. Þessi mann­virki sem og tank­ar verða fjar­lægð. Klasi ehf. sæk­ir um breyt­ingu á deili­skipu­lagi en Tendra arki­tekt­úr hannaði til­lög­urn­ar.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur sett sér mark­mið um fækk­un eldsneyt­is­stöðva og fell­ur lóðin Eg­ils­gata 5 und­ir það mark­mið. Næsta hús fyr­ir ofan er Domus Medica.

Á næstu lóð fyr­ir norðan, Snorra­braut 62, er risið nýtt fjöl­býl­is­hús með 35 íbúðum. Þær íbúðir voru ný­lega aug­lýst­ar til sölu í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is