Home Fréttir Í fréttum Vinna við varnargarða á undan áætlun

Vinna við varnargarða á undan áætlun

98
0
Víðir Reynisson. RÚV – Guðmundur Bergkvist

Vinna við varnargarða í Grindavík er á undan áætlun. Almannavarnir gera ekki ráð fyrir að verja fjarskiptamöstur í nágrenni bæjarins. Verið er að skoða hvenær starfsemi fyrirtækja getur hafist að nýju í bænum.

<>

Nokkuð gott ástand er á frárennslislögnum í Grindavík. Undanfarna daga hafa skólplagnir verið myndaðar, enda vitað að þær eru úr lagi á nokkrum stöðum.

„Ástandið á lögnunum er nokkuð gott. Það eru einhverjar skemmdir sem menn þóttust sjá fyrir. Þannað að það lítur ágætlega út,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Búið er að kanna ástand lagna í umhverfi hafnarinnar. Til stóð að reyna að koma starfsemi fiskvinnslufyrirtækja í gang í vikunni en það mun dragast eitthvað. Vel gekk að koma heitu vatni í hús í fyrri viku og útlitið er gott með kalda vatnið. Það ætti ekki að vera stórt vandamál að sögn Víðis.

Vinna við varnargarða hefur gengið betur en reiknað var með og er á undan áætlun. Í nágrenni Grindavíkur eru tvö vegleg fjarskiptamöstur. „Þau eru ekki hluti af þessum varnaraðgerðum sem við erum í núna,“ segir Víðir og segst ekki þekkja nógu vel hvort þurfi að verja þau.

Heimild: Ruv.is