Home Fréttir Í fréttum GPS-hattarnir horfnir og eig­andinn heitir fundar­launum

GPS-hattarnir horfnir og eig­andinn heitir fundar­launum

99
0
GPS-hattarnir eru jafn horfnir og þeir voru fyrir fjórum dögum, segir Elvar Sigurgeirsson eigandi. Hann er ekki tryggður fyrir tjóni sem hann metur á 6 til 8 milljónir og hann heitir fundarlaunum. VÍSIR/VLHELM

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú þjófnað á svokölluðum GPS-höttum en fjórum þeirra var stolið. Elvar Sigurgeirsson, sem er eigandi Þotunnar ehf., segir tjónið nema 6 til 8 milljónum.

<>

Vísir greindi frá þjófnaðinum fyrir helgi en að sögn Elvars er ekkert að frétta. Hann efast þó ekki um að lögreglan dragi ekki af sér við rannsókn málsins en því miður bóli ekkert á höttunum.

„Þeir eru jafn horfnir og þeir voru fyrir fjórum dögum. Það er bara svoleiðis, ekki neitt að frétta af því. Því miður. Það eru ekki alltaf jólin.“

Elvar segist ekki vera tryggður fyrir tjóni sem þessu og hann hefur heitið hálfri milljón í fundarlaun. Það hefur ekki borið árangur enn sem komið er.

„Þeir sem stálu þessu fá aldrei 6 til 8 milljónir fyrir þetta,“ segir Elvar.

Þessir GPS-hattar er notaðir í sambandi við hæðarmælingu fyrir vinnuvélar og hæðarstaðsetningu. „Þú ert með líkan í tækinu og þetta eru móttakararnir fyrir GPS-punktana.

„Nei, þetta er ekki gott. Lögreglan er á fullu við að rannsaka þetta en hvort það kemur eitthvað út úr því veit maður ekki. Líklega er þetta farið úr bænum.“

Þegar svona er liggja aðkomumenn alltaf og helst undir grun?

„Já, það er alltaf svoleiðis. En, maður veit ekkert,“ segir Elvar.

Heimild: Visir.is