Home Fréttir Í fréttum Mesta tjónið á gólfinu í Gerðu­bergi eftir leka í nótt

Mesta tjónið á gólfinu í Gerðu­bergi eftir leka í nótt

84
0
Gerðuberg að utan.

Leki varð í Gerðubergi í nótt. Mesta tjónið er á gólfefninu að sögn deildarstjóra á bókasafninu. Búið er að rífa upp gólfefni í þremur rýmum. Safnið er þó enn opið og hægt að heimsækja bókasafnið og önnur rými þess um helgina.

<>

Leki varð í Gerðubergi síðastliðna nótt út frá loftræstikerfi hússins og töluvert vatn flæddi um gólf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að vatnspollar hafi myndast í þremur rýmum á efri hæð og í hluta af jarðhæð.

„Slökkvilið var kallað til um leið og fyrsti starfsmaður mætti í morgun og varð lekans var,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Gerðubergi, í samtali við fréttastofu.

Hún segir að slökkvilið hafi lokið störfum um tíu og að í hádeginu hafi komið annar verkflokkur til að koma þurrkvélum fyrir víða á safninu.

„Það þarf að fá að malla. Skemmdirnar eru mest á gólfefnum,“ segir Ilmur Dögg sem telur að um átta bækur hafi skemmst í lekanum.

Hún segir að enn sé verið að vinna í safninu við að til dæmis fjarlægja gólfefni.

„Það er búð að fjarlægja gólfefni af þremur rýmum á fyrstu hæð og er verið að vinna að því að fjarlægja þau á annarri hæð.“

Safnið opið
Borgarbókasafnið Gerðubergi varð ekki fyrir tjóni og er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu að starfsemi félagsstarfsins hafi haldist óskert í dag, en að búast megi við því að þetta hafi einhver áhrif á starfsemi Gerðubergs á næstunni. Kaffihúsið Cocina Rodríguez var lokað í dag en opnar aftur á morgun, laugardag.

„Það sést mikið á unglingarými sem var hluti af tímabundinni sýningu. Það er því lokað. En fólk getur komið í safnið og farið á bókasafnið og kaffihúsið á morgun. Það er sýning á jarðhæð sem er hægt að skoða. En þetta þarf bara að hafa sinn gang,“ segir Ilmur Dögg.

Heimild: Visir.is