Home Fréttir Í fréttum Mörg ár að komast á sama stað ef Svartsengi verður undir

Mörg ár að komast á sama stað ef Svartsengi verður undir

99
0
Almannavarnir – Aðsend mynd

Kostnaður við að endurreisa sambærilega framleiðslu og í virkjuninni á Svartsengi er metinn um og yfir 70 milljarða.

<>

Öll heitavatnsframleiðsla fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum stöðvast ef orkuverið í Svartsengi stöðvast.

Gerð varnargarða á Reykjanesskaga er ein stærsta varnaraðgerð á landi í sögu Íslands. Unnið er allan sólarhringinn með stórvirkum vinnuvélum í kappi við kvikuhreyfingar í von um að geta varið mikilvægustu innviði Suðurnesja.

Í minnisblaði embættis Ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins segir að unnið hafi verið markvisst að gerð sviðsmynda eldgoss og hraunflæðis síðan jarðhræringar hófust á Reykjanesskaga í árslok 2019. Markmið vinnunar var að greina með hvaða hætti unnt ob best væri að vernda íbúa og mikilvæga innviði fyrir hraunrennsli.

Fjórar sviðsmyndir

Ef orkuverið í Svartsengi stöðvast af einhverjum ástæðum þá stöðvast öll heitavatnsframleiðsla fyrir sveitarfélög á svæðinu og dregur verulega úr raforkuframleiðslu.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun. Verði stöðvunin vegna hraunrennslis er líklegt að Grindavík verði rafmagnslaus.

Mikilvægt vatnsból norðvestur af Svartsengi

Önnur sviðsmynd er sú að vatnsöflun frá Lágum, norðvestan við Svartsengi, gæti stöðvast af einhverjum ástæðum. Það gæti einnig stöðvað alla heitavatnsframleiðslu fyrir sveitarfélög á svæðinu, og stærstan hluta neysluvatnsöflunar fyrir sveitarfélög á svæðinu.

Orkuverið í Svartsengi myndi þá einnig stöðvast vegna skorts á vatni til að fylla á kæliturna. Vatnsból fyrir Garð, Voga, Hafnir og Keflavíkurflugvöll yrðu virk við þessar aðstæður og takmarkað magn af vatni í forðatanki á Grænási við Reykjanesbæ. Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum yrðu vatnslaus.

Raforka ætti að vera nokkuð örugg

Ef orkuverið á Reykjanesi stöðvast af einhverjum ástæðum hefur það lítil áhrif á Suðurnesjum, því stærstur hluti raforkuframleiðslu þess er seldur út af svæðinu.

Verði enginn raforkuflutningur um Suðurnesjalínu 1 af einhverjum ástæðum yrði hægt að reka orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi í því sem kallað er eyjakeyrslu.

Afhendingaröryggi yrði minna þar sem rekstur orkuveranna yrði viðkvæmur fyrir álagsbreytingum og öðrum truflunum. Eins yrði viðbúið að truflanir yrðu á raforkuafhendingu, afhendingu neysluvatns og hitaveituframleiðslu.

Teikningar sýna hvar varnargarðar gætu verið settir.
Dómsmálaráðuneytið

Samkvæmt HS Orku er hægt að koma rafmagni á Suðurnesin frá Suðurnesjalínu en einnig getur Svartsengi ásamt Reykjanesvirkjun séð Suðurnesjum fyrir rafmagni ef afföll verða á Suðurnesjalínu. Svartsengisvirkjun er hins vegar eini afhendingarmöguleikinn á heitu vatni á Reykjanesskaga.

Ef virkjunin á Svartsengi fer undir hraun og verður óstarfhæf til frambúðar má gera ráð fyrir að mörg ár taki að koma upp sambærilegri framleiðslu. Endurstofnkostnaður er metinn um og yfir 70 milljarðar af HS Orku.

Heimild: Ruv.is