Home Fréttir Í fréttum Armar hagnast um 820 milljónir

Armar hagnast um 820 milljónir

246
0
Mynd: Vb.is

Velta Arma, leigufyrirtækis í byggingageiranum, jókst um 32% milli ára og nam nærri 3,5 milljörðum króna í fyrra.

<>

Armar, leigufyrirtæki í byggingageiranum, hagnaðist um 820 milljónir króna árið 2022 samanborið við 499 milljóna hagnað árið 2021. Félagið ákvað að greiða út 150 milljónir króna vegna síðasta rekstrarárs.

Velta samstæðunnar jókst um 31,7% milli ára og nam nærri 3,5 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 57% frá fyrra ári og nam 1‏853 milljónum árið 2022. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu voru 29 og fjölgaði um 2 milli ára.

„Armar ehf. og dótturfélög hafa náð góðum árangri á undanförnum árum og má vænta þess að svo verði áfram að öllu óbreyttu en ekki eru fyrirhugaðar breytingar á starfsemi samstæðunnar í nánustu framtíð,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins.

Mynd: Vb.is

Eignir Arma-samstæðunnar voru bókfærðar á 6,3 milljarða króna í fyrra. Eigið fé félagsins nam rúmum 3 milljörðum króna í árslok 2022. Armar eru í 65% eigu Auðuns S. Guðmundssonar, sem er framkvæmdastjóri félagsins, og 35% eigu Péturs Bjarnasonar, sem er stjórnarformaður félagsins.

Heimild: Vb.is