Það má segja að unnið sé í kappi við tímann við að reisa varnargarða umhverfis Svartsengi þessa dagana. Öflugustu vinnuvélar landsins, risastórar jarðýtur, búkollur, skurðgröfur og vörubílar eru að allan sólarhringinn.

Efni er ekið á efnislagera og þaðan er því mokað upp á búkollur sem flytja það upp í hlíðina austan við Svartsengisvirkjunina.

Jarðýtur eru einnig úti í hrauninu að ýta upp görðum og búa á sama tíma til rás sem ætti að auðvelda hrauni, ef til eldgoss kemur, að renna í æskilegar áttir.
Meðfylgjandi myndir og myndskeið voru tekni af framkvæmdum við varnargarðana í gær, sunnudaginn 19. nóvember.
Myndskeið: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Ljósmyndir: Vilhelm Gunnarsson / Vísir
Heimild: Vf.is