Home Fréttir Í fréttum Unnið í kappi við tímann í gerð varnargarða

Unnið í kappi við tímann í gerð varnargarða

130
0
Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson / Vísir

Það má segja að unnið sé í kappi við tímann við að reisa varnargarða umhverfis Svartsengi þessa dagana. Öflugustu vinnuvélar landsins, risastórar jarðýtur, búkollur, skurðgröfur og vörubílar eru að allan sólarhringinn.

<>
Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson / Vísir

Efni er ekið á efnislagera og þaðan er því mokað upp á búkollur sem flytja það upp í hlíðina austan við Svartsengisvirkjunina.

Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson / Vísir

Jarðýtur eru einnig úti í hrauninu að ýta upp görðum og búa á sama tíma til rás sem ætti að auðvelda hrauni, ef til eldgoss kemur, að renna í æskilegar áttir.

Meðfylgjandi myndir og myndskeið voru tekni af framkvæmdum við varnargarðana í gær, sunnudaginn 19. nóvember.

Myndskeið: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Ljósmyndir: Vilhelm Gunnarsson / Vísir

Heimild: Vf.is