Home Fréttir Í fréttum Mistök kostuðu 20 milljónir króna

Mistök kostuðu 20 milljónir króna

204
0
Hitaveita Seltjarnarness varð af 20 milljónum á þessu ári vegna mistaka í stjórnsýslu. Gjaldskrárhækkanir eru í pípunum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er auðvitað mjög óheppi­legt. Við urðum af þess­um tekj­um sem gert var ráð fyr­ir í áætl­un­um árs­ins 2023,“ seg­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi.

<>

Mis­tök í stjórn­sýslu bæj­ar­ins ollu því að gjald­skrár­hækk­un hjá Hita­veitu Seltjarn­ar­ness, sem samþykkt hafði verið og átti að taka gildi um síðustu ára­mót, tók ekki gildi.

Um­rædd hækk­un hefði skilað hita­veit­unni um 20 millj­ón­um króna það sem af er ári að sögn Þórs. Hún hef­ur nú tekið gildi en fyr­ir vikið mega íbú­ar bæj­ar­ins bú­ast við frek­ari gjald­skrár­hækk­un­um á nýju ári.

Í lok síðasta árs var samþykkt að hækka gjald­skrár vegna frá­veitu, kalds vatns og heits vatns um 15% á Seltjarn­ar­nesi.

Um­hverf­is­ráðuneytið gerði at­huga­semd við hækk­un á heita vatn­inu þar eð orku­lög kveða á um 7% há­mark á arðgreiðslu og hafði Seltjarn­ar­nes farið yfir það að ein­hverju leyti árin 2020 og 2021 að sögn bæj­ar­stjór­ans.

Hækk­un­in hef­ur þó feng­ist samþykkt núna og hef­ur verið aug­lýst í Stjórn­artíðind­um og tekið gildi. Mann­leg mis­tök á skrif­stofu bæj­ar­fé­lags­ins ollu því hins veg­ar að skila­boðum um að hækk­un­in hefði ekki tekið gildi í árs­byrj­un var ekki komið áleiðis til æðstu stjórn­enda.

„Ég viður­kenni að ég átti að hafa eft­ir­lit með þessu en ég uggði ekki að mér. Það sem blindaði mig voru fjár­magnsliðir af stóru láni sem við tók­um fyr­ir nýrri bor­holu.

Við erum auðvitað að eiga við nán­ast 10% verðbólgu og við töld­um ein­fald­lega að þess­ir fjár­magnsliðir lána væru farn­ir að hafa svona mik­il áhrif á tekju­streymið,“ seg­ir Þór.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is