Home Fréttir Í fréttum Afhending sveinsbréfa í húsasmíði og vélvirkjun á Austurlandi

Afhending sveinsbréfa í húsasmíði og vélvirkjun á Austurlandi

93
0
Mynd: SI.is

Afhending sveinsbréfa í húsasmíði og vélvirkjun fór fram við hátíðlega athöfn á Hildebrandhóteli á Neskaupsstað.

<>

Þetta er í fyrsta skipti sem afhending sveinsbréfa fer fram á Austurlandi. Það eru 13 sem luku sveinsprófum í húsasmíði og 6 sem luku sveinsprófum í vélvirkjun frá Verkmenntaskóla Austurlands.

Þess má geta að mæðgin fengu afhent sveinsbréf í húsasmíði, móðir og tveir synir, þau Barbara Valerie Kresfelder, Kári Kresfelder Haraldsson og Týr Kresfelder Haraldsson.

Hafliði Hinriksson kennari málm- og véltæknigreinar, Eyþór Halldórsson deildarstjóri byggingaiðndeildar, Arnar Guðmundsson deildarstjóri málm- og véltæknigreinar, Eydís Ásbjörnsdóttir skólameistari, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir hjá SI og Magnús Helgason framkvæmdastjóri Launafls. Mynd: SI.is

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Marino Stefánsson afhentu sveinsbréfin fyrir hönd Iðunnar en Marino var prófdómari í sveinsprófunum og Hulda Birna er varaformaður stjórnar Iðunnar og verkefnastjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum Iðnaðarins.

Heimild: SI.is