Home Fréttir Í fréttum Tugir vinnuvéla á sólarhringsvakt

Tugir vinnuvéla á sólarhringsvakt

167
0
Varnargarðarnir eiga að verja innviði á Reykjanesskaga. Tölvumynd/Verkís

„Auðvitað vill maður alltaf að hlut­irn­ir gangi hraðar fyr­ir sig þegar maður er í keppni við eitt­hvað en við vinn­um all­an sól­ar­hring­inn og þessu miðar áfram,“ seg­ir Arn­ar Smári Þor­varðar­son, bygg­ing­ar­tækni­fræðing­ur hjá Verkís. Arn­ar Smári er einn full­trúa Verkís við gerð varn­argarða til að verja innviði á Reykja­nesskaga.

<>

Vinna stend­ur nú yfir við tvo varn­argarða. Ann­ars veg­ar við fjög­urra kíló­metra boga­dreg­inn garð í kring­um orku­verið í Svartsengi og Bláa lónið en hins veg­ar eins og hálfs kíló­metra lang­an garð ofan við Haga­fell og Sýl­ing­ar­fell, nær Sund­hnúk­um.

Stærsta jarðýta á land­inu
„Þetta eru fyrstu áfang­arn­ir sem við leggj­um áherslu á,“ seg­ir Arn­ar Smári en auk þess hafa verið hannaðir varn­argarðar fyr­ir Grinda­vík­ur­bæ. Í fyrstu verða garðarn­ir um þriggja metra háir og svo verður metið hvort þurfi að hækka þá. Seg­ir Arn­ar Smári að fyrst og fremst sé horft til þess að byrja að koma upp garði þar sem hætt­an á hraun­rennsli sé hvað mest.

Tölvu­mynd/​Verkís

Arn­ar Smári seg­ir að í vik­unni hafi verið sniðnir ýms­ir van­kant­ar af fram­kvæmd­inni og vél­um hafi verið bætt við þegar þörf­in hafi verið met­in. „Við feng­um þessa stóru ýtu og svo er önn­ur stór belta­grafa vænt­an­leg seinnipart­inn,“ sagði hann síðdeg­is í gær. Um­rædd jarðýta, Ca­terpill­ar D11, er raun­ar eng­in smá­smíði, 104 tonn að þyngd og sú stærsta á land­inu.

Vel á fimmta tug stór­virkra vinnu­véla er á svæðinu. Þar af eru um 25-30 treiler­ar, fjór­ar stór­ar ýtur og þrjár minni, 4-5 stór­ar belta­gröf­ur og tveir valt­ar­ar að sögn Arn­ars Smára. „Ég held svo að hér séu um 35-40 manns að störf­um hverju sinni en það fækk­ar reynd­ar aðeins á nótt­unni.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is