Home Fréttir Í fréttum Fern ný jarðgöng í pípunum

Fern ný jarðgöng í pípunum

138
0
Unnið að jarðgöngum milli Sandeyjar og Straumeyjar. Ólavur Frederiksen/FaroePhote

Færeyingar hyggjast ekki láta deigan síga við lagningu jarðgangna til að tengja saman byggðir og stytta vegalengdir. Fern ný göng eru í pípum stjórnvalda, og búist við að þau verði lögð á næsta áratug.

<>

Landstjórnin hefur þegar ákveðið að leggja jafnvirði 40 milljóna íslenskra króna á ár og næsta ár, til undirbúnings gangna til Tjørnuvíkur á Straumey. Tjørnuvík laðar að sér fjölda ferðamanna ár hvert en drangarnir Risinn og Kellingin standa þar úti fyrir hafi.

Samgönguráðherrann Dennis Holm tilkynnti við hátíðlega athöfn í gær, þegar seinasta haftið var sprengt í göngum milli Húsavíkur og Dals á Sandey, að hafist yrði handa við að leggja göng til þorpsins Gjár eða Gjógv á Austurey. KVF greinir frá.

Þangað fara ferðamenn til að berja 200 metra langa gjána augum, sem þorpið heitir eftir og myndar náttúrulega höfn. Ekki hefur enn verið lagt fé til þeirrar framkvæmdar.

Jafnvirði 20 milljóna króna verður varið til undirbúnings lagningu gangna til Vestmannahafnar á Straumey. Jafngildi 200 milljóna króna er á fjárlögum, til lagningar neðansjávargangna til Suðureyjar. Ferjusigling þangað frá Þórshöfn tekur um tvær klukkustundir auk þess sem farnar eru áætlunarferðir með þyrlu.

Heimild: Ruv.is