Home Fréttir Í fréttum Eik tapaði 1,9 milljörðum á þriðja fjórðungi

Eik tapaði 1,9 milljörðum á þriðja fjórðungi

191
0
Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar fasteignafélags. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Rekstrarhagnaður Eikar fyrir matsbreytingu og afskriftir á þriðja fjórðungi nam 1.939 milljónum og jókst um 7,7% milli ára.

<>

Eik fasteignafélag tapaði 1.884 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 1.481 milljón á sama tíma í fyrra. Tap félagsins má einkum rekja til neikvæðrar matsbreytingar á fjárfestingareignum upp á tæplega 2,7 milljarða króna. Eik birti uppgjör fyrir þriðja fjórðung eftir lokun Kauphallarinnar í dag.

Rekstrartekjur Eikar jukust um 9,6% milli ára og námu nærri 3 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður jókst um 13,4% og nam rétt yfir einum milljarði króna.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir á þriðja fjórðungi jókst úr 1.800 milljónum í 1.939 milljónum milli ára, eða um 7,7%.

40 milljónir vegna samrunaviðræðna og yfirtökutilboðs

Eik gjaldfærði 40 milljónir króna vegna einskiptisliða sem snúa að samrunaviðræðum, yfirtökutilboði Regins og öðrum liðum á síðasta fjórðungi.

Stjórnir Eikar og Reita hófu samrunaviðræður í lok júní, nokkrum dögum eftir að Regin tilkynnti um yfirtökutilboð sitt í Eik.

Í byrjun október tilkynntu félögin um að þau hefðu slitið viðræðum. Yfirtökutilboð Regins í allt hlutafé Eikar gildir til 11. desember næstkomandi.

Heimild: Vb.is