Home Fréttir Í fréttum Íbúarnir vilja frekar göng en brú

Íbúarnir vilja frekar göng en brú

76
0
Ef Sundabrú yfir Kleppsvík verður að veruleika mun bílaumferðin til Reykjavíkur koma upp Holtaveg. Íbúarnir hafa af því áhyggjur að umferðin inn í Vogahverfið muni stóraukast. mbl.is/sisi

Alls bár­ust 110 at­huga­semd­ir frá ein­stak­ling­um og stofn­un­um í Skipu­lags­gátt­ina vegna kynn­ing­ar á matsáætl­un Sunda­braut­ar. Kenn­ir þar margra grasa. Íbúar í Grafar­vogi ótt­ast nei­kvæð áhrif á nátt­úru og dýra­líf sem og meng­un og ónæði af braut­inni og vilja jarðgöng.

<>

Og íbúa­sam­tök Laug­ar­dals hafna al­farið brú yfir Klepps­vík enda myndi til­koma henn­ar stór­auka bílaum­ferð inn í hverfið. Sam­tök­in vilja að braut­in verði í jarðgöng­um und­ir vík­ina. Bú­ast má við því að næstu árin verði deil­ur um þessa miklu fram­kvæmd.

„Ljóst má vera að öll­um hug­mynd­um um brú, þvert á gild­andi samþykkt­ir borg­ar­stjórn­ar, og þvert á vilja íbúa hverf­is­ins, verður mót­mælt kröft­ug­lega á öll­um stig­um með öll­um þeim úrræðum sem íbú­ar hafa til að forða hverf­inu sínu frá stór­slysi.

Ef af Sunda­braut verður, leggja Íbúa­sam­tök Laug­ar­dals því ein­dregið til að far­in verið ganga­leið og öll­um áætl­un­um um brú verði kastað fyr­ir róða, enda verði aldrei nokk­ur sátt um þær,“ seg­ir m.a. í at­huga­semd­um Íbúa­sam­taka Laug­ar­dals (LÍ).

Fram kem­ur að íbúa­sam­tök­in hafi lengi fylgst með umræðum og áætl­un­um um Sunda­braut vegna ótví­ræðra hags­muna íbúa í hverf­inu þar sem um er að ræða meiri hátt­ar breyt­ingu á for­send­um þess að búa í hverf­inu ef hraðbraut á þjóðvegi 1 verður hleypt beint inni í hverfi sem þegar glím­ir við mikla um­ferð bíla.

ÍL hafi tekið þátt í sam­ráði um Sunda­braut á ár­un­um 2005-2007 ásamt Reykja­vík­ur­borg, Vega­gerðinni og Íbúa­sam­tök­um Grafar­vogs. Í því sam­ráði hafi verið farið vand­lega yfir mál­in, hugs­an­leg­ar lausn­ir, um­ferðarspár, hag­kvæmni og um­hverf­isáhrif á íbú­ana ef af yrði.

Niðurstaðan hafi verið skýr, fyr­ir íbúa væru göng heppi­leg­asta lausn­in, á ytri leið, sú lausn sem helst myndi hlífa íbú­um við mikl­um áhrif­um um­ferðar og meng­un­ar. Und­ir þetta hafi borg­ar­stjórn tekið og samþykkt ein­róma snemma árs 2008 að Sunda­braut yrði í göng­um. Borg­ar­stjórn hafi ekki breytt af­stöðu sinni til þess síðan.

„Árið 2021 hefst umræðan aft­ur og allt í einu er gert ráð fyr­ir brú sem þver­ar hafn­ar­svæði Sam­skipa og fram­hald henn­ar á síðan að liggja í plani beint inn í Laug­ar­dals­hverfi um Holta­veg, Lang­holts­veg, Álfeima. Á þessu svæði eru fleiri en einn leik­skóli, grunn­skóli, frí­stunda­heim­ili sem og þétt byggð íbúa sem yrðu mjög út­sett­ir fyr­ir meng­un og um­ferðar­hættu, enda er talið að tugþúsund­ir bíla myndu fara um þessa brú á degi hverj­um. Ekki er hægt að gera ráð fyr­ir öðru en að mik­ill fjöldi þeirra færi þessa leið í gegn­um hverfið, íbú­um til mik­ill­ar ánauðar og eigna­tjóns,“ segja íbúa­sam­tök­in.

Í at­huga­semd­um íbúaráðs Grafar­vogs er einnig mælt með göng­um und­ir Klepps­vík­ina því brú á þess­um stað muni alltaf fylgja hávaði og óum­deild sjón­meng­un. Í Gufu­nesi sé nú skipu­lögð íbúðarbyggð og fjöl­breytt úti­vist­ar­svæði sem er tengt nær­liggj­andi hverf­um Grafar­vogs. Því liggi í aug­um uppi að eðli­leg­ast sé að hugsa upp á nýtt a.m.k. út­færslu þess hluta braut­ar­inn­ar sem til­heyr­ir Grafar­vogi.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 9. nóv­em­ber.

Heimild: Mbl.is