Home Fréttir Í fréttum Fermetraverð á sumarhúsum hálf milljón

Fermetraverð á sumarhúsum hálf milljón

138
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Meðalverð á sumarhúsum hér á landi hefur verið 520 þúsund á þessu ári en mikil hækkun varð á verðinu í fyrra þegar það hækkaði um 42%. Það var methækkun en fyrra metið frá 2007 var slegið rækilega en þá hækkaði verðið um 22%. Verðið er nokkuð breytilegt eftir svæðum en algeng verð liggja á bilinu 400-700 þúsund krónur á fermetrann.

<>

Hæsta verðið í kringum Akureyri
Verðið er hæst á svæðinu í kringum Akureyri eða tæplega 700 þúsund krónur en sjaldgæft er að verðið nái yfir 600 þúsund. Á stærsta sumarhúsasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi var verðið 575 þúsund á þessu ári.

Nýir bústaðir sem koma inn á markaðinn hafa haft lítil áhrif á verðþróunina sökum þess hve lítill hluti þeir eru af heildarviðskiptum en viðskipti með nýja bústaði hefur legið á bilinu 0-3% af heildarviðskiptum frá árinu 2009.

Nánar er fjallað um verðþróun sumarhúsa í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Heimild: Vb.is