Home Fréttir Í fréttum Efnistaka úr Hörgá hafin á ný

Efnistaka úr Hörgá hafin á ný

158
0
Aðsent – Náttúrugrið

Tvær umsóknir um framkvæmdaleyfi til efnistöku voru afgreiddar á fundi sveitastjórnar Hörgársveitar 31. október og efnistaka er þegar hafin.

<>

Segir öllum skilyrðum uppfyllt

Axel Grettisson, oddviti sveitarstjórnar, segir að frá því leyfi til efnistöku voru felld úr gildi hafi sveitarstjórn látið meta allt upp á nýtt og því ferli hafi lokið í október. Tekið hafi verið tillit til allra athugasemda og sveitarstjórn hafi nú veitt leyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.

Náttúrugrið kæra aftur

Það voru náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kærðu í vor, leyfi til efnistöku í Hörgá. Samtökin hafa nú lagt fram aðra kæru, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem þau kæra annað þeirra framkvæmdaleyfa sem sveitarstjórn Hörgársveitar hefur afgreitt.

Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða, segir kært á sömu forsendum og í vor, en samtökin kæri veitingu leyfis til efnistöku á svæði númer 9. Náttúrugriðum finnist ótækt að verið sé að róta í Hörgá, eins og gert sé við efnistöku í ánni. Það sé ófyrirleitni gagnvart náttúrunni og þau óttist að allt fari í sama far og áður.

Heimild: Ruv.is