Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun tilboða: Yfirborðsmerkingar vegmálun Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði 2016-2018

Opnun tilboða: Yfirborðsmerkingar vegmálun Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði 2016-2018

150
0

<>

Tilboð opnuð 15. mars 2016. Yfirborðsmerking akbrauta með málningu og tilbúnar stakar merkingar árin 2016-2018. Um er að ræða málun á Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði Vegagerðarinnar.

Helstu magntölur, miðað við þrjú ár, eru:

Flutningur vinnuflokks 1.500 km
Málaðar miðlínur 4.110.000 m
Málaðar kantlínur 1.440.000 m
Biðskylduþríhyrningar 1.200 stk.
Þrengingarmerki við einbreiðar brýr 420 m2.
Tilbúnar áletranir 300 m2

Verki skal að fullu lokið 1. september 2018.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Vegamálun ehf., Kópavogi 163.200.500 211,1 105.908
Áætlaður verktakakostnaður 77.310.070 100,0 20.018
Vegatækni ehf., Reykjavík 75.578.000 97,8 18.286
EKC Sweden AB, Svíþjóð 57.292.370 74,1 0