Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja fimm fjölbýlishús við Akurbraut í Reykjanesbæ

Vilja byggja fimm fjölbýlishús við Akurbraut í Reykjanesbæ

201
0
Reykjanesbær

Tító ehf. hefur óskað eftir heimild frá Reykjanesbæ til að breyta deiliskipulagi við Akurbraut í Innri – Njarðvík með það fyrir augum að auka byggingarmagn.

<>
Mynd: Sudurnes.net

Á reit fyrir eina einbýlishúsalóð og eina parhúsalóð komi fimm fjölbýlishús með 22 íbúðum. Deiliskipulagið í heild gerir ráð fyrir 32 nýjum einbýlishúsum og einu parahúsi.

Málið var rætt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins, hvar því var frestað um sinn.

Heimild: Sudurnes.net