Home Fréttir Í fréttum 105 íbúðir í byggingu á Austurlandi

105 íbúðir í byggingu á Austurlandi

121
0
Mynd: Austurfrett.is

105 nýjar íbúðir eru í byggingu á Austurlandi, samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá í september.

<>

Talið er á vegum HMS tvisvar á ári þannig að farið er að á byggingasvæði, annars vegar í mars, hins vegar í september. Fjöldi nýrra framkvæmda minnkaði á þessu tímabili, úr 34 í 28. Það gildir heilt yfir landið og er Austurland trúlega sá landshluti þar sem hlutfallslega minnst dregur úr framvindu.

Í Múlaþingi er 63 íbúðir í byggingu, þó engar á stigum 6 eða 7 en íbúð á stigi sex má telja tilbúna. Þar eru hins vegar níu íbúðir á stigi 5 en þá er eftir að innrétta og mála. Fjórtán eru fokheldar, sem er stig 4, níu eru á stigi þrjú þar sem búið er að steypa botnplötu og byrjað reisa burðarvirki. Sjö eru á stigi tvö þar sem grunnur er tilbúinn.

Flestar, eða 24, eru á stigi eitt sem þýðir að byggingarleyfi er útgefið og jarðvinna hafin. Sú tala stemmir við fyrirhugað fjölbýlishús sem eldri borgarar á Egilsstöðum hafa tekið höndum um að byggja en þar var fyrsta skóflustungan tekin í júní.

Í Fjarðabyggð eru 42 nýjar íbúðir í byggingu, þar af 16 á stigi sex. Er þar trúlega um að ræða íbúðir sem reistar eru fyrir SÚN í Neskaupstað en þar biðu þá lokafrágangs sem er forsenda sjöunda og síðasta stigsins. Ellefu íbúðir eru á stigi 4, það er fokheldar og 9 á stigi þrjú.

Í samantekt HMS er að finna ýmsa tölfræði um nýbyggingar íbúða í landinu. Þar kemur fram að útlit sé fyrir samdrátt í fjölda fullbúinna íbúða þriðja árið í röð og sú þróun haldi áfram á næsta ári. Eins er greint frá því að ekkert hafi gerst á milli talninga í fleiri íbúðum en áður. Þær tölur eru ekki sundurgreindar eftir landshlutum eða sveitarfélögum.

Hins vegar eru íbúðir í byggingu sem hlutfall af fjölda fullbúinna íbúða sundurgreint sem vísbending um vöxt sveitarfélags. Í Múlaþingi er hlutfallið 0,28% en 1,98% í Fjarðabyggð.

Heimild: Austurfrett.is